Keflavík vann slag föllnu liðanna

Fylkir og Keflavík mega bæði sætta sig við fall úr …
Fylkir og Keflavík mega bæði sætta sig við fall úr deildinni. Mbl.is/Kristinn Steinn Traustason

Fylkir tók á móti Keflavík í lokaumferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í dag og endaði leikurinn með sigri gestanna úr Keflavík, 4:1.

Bæði lið voru fallin úr deildinni fyrir þennan leik en buðu þrátt fyrir það upp á skemmtilegan fótboltaleik.

Fyrsta mark leiksins kom á 21. mínútu en þar var að verki fyrirliði Keflavíkur, Kristrún Ýr Holm, sem kom boltanum í netið eftir sendingu frá Ariela Lewis.

Keflvíkingar komust í tveggja marka forystu á 47. mínútu þegar Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir skoraði með góðu skoti.

Þriðja mark leiksins leit dagsins ljós á 75. mínútu þegar maður leiksins, Saorla Miller, kom Keflvíkingum í 3:0.

Tinna Harðardóttir náði að klóra í bakkann með fyrsta marki sínu í sumar á 82. mínútu.
Mínútu síðar skoraði Keflavík aftur eftir hornspyrnu. Að þessu sinni var það markvörður Fylkis, Tinna Brá Magnúsdóttir, sem gerði sjálfsmark.

Keflavík endar sumarið í næst neðsta sæti með 14 stig en Fylkiskonur enda á botninum með 13 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Fylkir 1:4 Keflavík opna loka
90. mín. Uppbótartími verður að lágmarki fjórar mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka