Svona verður niðurröðunin í síðustu fimm umferðunum

Víkingur og Breiðablik mætast í lokaumferð deildarinnar og það gæti …
Víkingur og Breiðablik mætast í lokaumferð deildarinnar og það gæti orðið hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir leiki 22. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu liggur endanlega fyrir hvernig leikjaniðurröðunin verður í síðustu fimm umferðum deildarinnar.

Liðunum er nú skipt í efri og neðri hluta og þau taka öll stigin með sér, en þetta er þriðja árið þar sem keppt er eftir þessu fyrirkomulagi.

Víkingur náði efsta sætinu, Breiðablik endaði í öðru sæti, Valur í þriðja sæti, ÍA í fjórða, Stjarnan í fimmta og FH í sjötta.

Í neðri hlutanum verða Fram sem endaði í sjöunda sæti, KA í áttunda, KR í níunda, HK í tíunda, Vestri í ellefta og Fylkir í tólfta sæti.

Svona verður leikjaniðurröðunin í fimm síðustu umferðunum. Dagsetningar geta breyst:

23. umferð:
22.9.* Víkingur - FH
22.9. Valur - Stjarnan
22.9. Breiðablik - ÍA
22.9.* KA - HK
22.9. Fram - Fylkir
22.9. KR - Vestri
* Leikir Víkings og KA verða færðir til vegna bikarúrslitaleiksins 21. september.

24. umferð:
29.9. FH - Breiðablik
29.9. Stjarnan - ÍA
29.9. Valur - Víkingur
29.9. Fylkir - KA
29.9. Vestri- HK
29.9. KR - Fram

25. umferð:
6.10. ÍA - FH
6.10. Breiðablik- Valur
6.10. Víkingur - Stjarnan
6.10. Fram - Vestri
6.10. KA - KR
6.10. HK - Fylkir

26. umferð:
19.10. ÍA - Víkingur
19.10. Breiðablik - Stjarnan
19.10. FH - Valur
19.10. HK - Fram
19.10. KA - Vestri
19.10. Fylkir - KR

27. umferð:
26.10.* Víkingur - Breiðablik
26.10. Valur - ÍA
26.10. Stjarnan - FH
26.10. Fram - KA
26.10. KR - HK
26.10. Vestri - Fylkir
* Leiknum verður seinkað vegna Evrópuleiks Víkings.

Fréttin var uppfærð eftir leikina í kvöld

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert