Svona verður niðurröðunin í síðustu fimm umferðunum

Kristinn Steindórsson og Nikolaj Hansen slást um efsta sæti Bestu …
Kristinn Steindórsson og Nikolaj Hansen slást um efsta sæti Bestu deildarinnar með Breiðabliki og Víkingi sem eru bæði með 46 stig fyrir leiki þeirra í 22. umferðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir fjóra fyrstu leiki 22. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu í dag er komin þokkaleg mynd á hvernig leikjaniðurröðunin verður í síðustu fimm umferðum deildarinnar.

Liðunum er að 22. umferðinni lokinni skipt í efri og neðri hluta og þau taka öll stigin með sér, en þetta er þriðja árið þar sem keppt er eftir þessu fyrirkomulagi.

Nú liggur fyrir að Valur endar í þriðja sæti, ÍA í fjórða, Stjarnan í fimmta, FH í sjötta, Fram í sjöunda, KA í áttunda og KR í níunda sæti. Leikir þessara liða eru því á hreinu, aðeins eftir að útkljá hverjir mótherjarnir verða í sumum þeirra.

Annað kvöld leikur Fylkir við Víking og Valur við KR. Að þeim loknum liggur leikjaniðurröðin endanlega fyrir en núna lítur hún svona út:

23. umferð:
22.9.* Víkingur/Breiðablik - FH
22.9. Valur - Stjarnan
22.9.* Breiðablik/Víkingur - ÍA
22.9.* KA - HK/Fylkir
22.9. Fram - Fylkir/Vestri
22.9. KR - Vestri/HK/Fylkir
* Leikir Víkings og KA verða færðir til vegna bikarúrslitaleiksins 21. september.

24. umferð:
29.9. FH - Breiðablik/Víkingur
29.9. Stjarnan - ÍA
29.9. Valur - Víkingur/Breiðablik
29.9. Fylkir/Vestri - KA
29.9. Vestri/HK/Fylkir - HK/Fylkir
29.9. KR - Fram

25. umferð:
6.10. ÍA - FH
6.10. Breiðablik/Víkingur - Valur
6.10. Víkingur/Breiðablik - Stjarnan
6.10. Fram - Vestri/HK/Fylkir
6.10. KA - KR
6.10. HK/Fylkir - Fylkir/Vestri

26. umferð:
19.10. ÍA - Víkingur/Breiðablik
19.10. Breiðablik/Víkingur - Stjarnan
19.10. FH - Valur
19.10. HK/Fylkir - Fram
19.10. KA - Vestri/HK/Fylkir
19.10. Fylkir/Vestri - KR

27. umferð:
26.10. Víkingur/Breiðablik - Breiðablik/Víkingur
26.10. Valur - ÍA
26.10. Stjarnan - FH
26.10. Fram - KA
26.10. KR - HK/Fylkir
26.10. Vestri/HK/Fylkir - Fylkir/Vestri

Víkingur og Breiðablik verða í fyrsta eða öðru sæti.
HK eða Fylkir endar í tíunda sæti.
Vestri, HK eða Fylkir endar í ellefta sæti.
Fylkir eða Vestri endar í tólfta sæti.

Fréttin var uppfærð eftir leik Breiðabliks og HK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert