Úrslitaleikur í lokaumferðinni?

Leikmenn Breiðabliks standa heiðursvörð fyrir Íslandsmeistara Breiðabliks í fyrra.
Leikmenn Breiðabliks standa heiðursvörð fyrir Íslandsmeistara Breiðabliks í fyrra. Kristinn Magnússon

KSÍ hefur birt drög að fyrirkomulagi síðustu fimm umferða Bestu deildar karla í dag. Víkingur tekur á móti Breiðabliki í lokaumferðinni í Víkinni en liðin eru jöfn að stigum í efsta sæti deildarinnar.

Ekki er um staðfesta niðurröðun að ræða en leiða má líkur að því að lokaumferðin haldist óbreytt þegar félögin hafa gert athugasemdir við drögin. 

Fyrstu leikirnir fara fram á sunnudag þegar KR tekur á móti Vestra og Fylkir heimsækir Fram. Á mánudaginn mætast svo Breiðablik og ÍA í Kópavogi og Valur tekur á móti Stjörnunni á Hlíðarenda.

Vegna bikarúrslitaleiks Víkings og KA sem fram fer á laugardaginn spila Víkingar gegn FH á Víkingsvelli miðvikudaginn 25. september og sama dag tekur KA á móti HK norðan heiða.

Drögin fyrir efri hlutann má sjá hér og neðri hlutann hér.

Ibrahima Baldé og Aron Sigurðarson mætast á sunnudaginn.
Ibrahima Baldé og Aron Sigurðarson mætast á sunnudaginn. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert