Glórulaust ef hann kýldi hann

Keflvíkingar fagna marki í dag.
Keflvíkingar fagna marki í dag. Eyþór Árnason

Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur  var ánægður með 4:1 sigurinn á ÍR í umspili 1. deildar karla í fótbolta í Breiðholtinu í dag.

Spurður út í fyrstu viðbrögð eftir leik hafði Haraldur þetta að segja:

,,Bara gríðarlega sterkt að vinna hérna 4:1 og að skora fjögur mörk á erfiðum útivelli. Byrjum leikinn svolítið kæruleysislega og þeir byrja af krafti en við vinnum okkur inn í leikinn og erum komnir 3:0 yfir eftir 27 mínútur. Við slökum aðeins á eftir þriðja markið og þeir minnka muninn.”

ÍR byrjar seinni hálfleikinn af krafti og setja boltann í slá eftir nokkrar mínútur fór um þig?

,,Nei, mér fannst seinni hálfleikurinn rólegri og við skorum fjórða markið og staðan góð. Svo fáum við á okkur víti og rautt spjald og þá fór svolítið um okkur en þeir settu boltann yfir.”

Förum í vítadóminn en þinn leikmaður virtist kýla leikmann ÍR og dómarinn dæmir víti og rautt spjald hvernig sást þú þetta?

,,Ég sé það ekki en hann segist ekkert hafa kýlt hann en segist hafa togað í hann og slær eitthvað frá sér eða ýtir frá sér ef hann hefur kýlt hann eða slegið hann er það auðvitað glórulaust.”

Seinni leikurinn í Keflavík á sunnudaginn er einvígið búið?

,,Nei alls ekki það er bara hálfleikur og ég vona að fólk í Keflavík fjölmenni og styðji við bakið á okkur.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka