Ísland stendur í stað

Gylfi Þór Sigurðsson lék báða leikina í Þjóðadeildinni.
Gylfi Þór Sigurðsson lék báða leikina í Þjóðadeildinni. Ljósmynd/Alex Nicodim

Nýr styrkleikalisti FIFA var gefinn út í dag en Ísland situr enn í 71. sæti þrátt fyrir sigurinn á Svartfellingum í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli.

Ísland tapaði fyrir Tyrkjum í sama landsliðsglugga en Ísland mætir Wales og Tyrkjum í október og getur liðið þá lyft sér hærra á listanum.

Ísland er sæti neðar en Ghana en næstu lið fyrir neðan Ísland eru Norður-Makedónía, Norður-Írland og Svartfjallaland sem fer niður fyrir N-Íra eftir tvö töp í síðasta glugga.

Argentína situr í efsta sæti heimslistans, Frakkar í öðru sæti og Evrópumeistarar Spánar í því þriðja.

1. Argentína
2. Frakkland
3. Spánn
4. England
5. Brasilía
6. Belgía
7. Holland
8. Portúgal
9. Kólumbía
10. Ítalía

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert