Fram krækti í markvörð

Viktor Freyr Sigurðsson er genginn til liðs við Fram.
Viktor Freyr Sigurðsson er genginn til liðs við Fram. Ljósmynd/Fram

Knattspyrnudeild Fram hefur samið við markvörðinn Viktor Frey Sigurðsson um að leika með liðinu næstu tvö árin, út tímabilið 2026.

Viktor Freyr kemur frá Leikni úr Reykjavík, þar sem hann hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil.

Markvörðurinn er 24 ára gamall og hefur spilað 27 leiki í Bestu deildinni auk 46 leikja í næstefstu deild. Þá lék Viktor Freyr fimm leiki fyrir KB í 5. deild á táningsárum sínum.

Þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður hér á landi er hann ekki löglegur í síðustu fimm leikjum tímabilsins með Fram í neðri hluta Bestu deildarinnar en verður gjaldgengur að loknu tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert