Knattspyrnumaðurinn Freyr Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan samning við Fram sem gildir út tímabilið 2027.
Freyr er 19 ára gamall og hefur leikið með Fram undanfarin tvö ár eftir að hafa komið frá Sindra, þar sem hann er uppalinn.
Alls hefur Freyr komið við sögu í 16 leikjum í Bestu deildinni á tímabilinu og skorað eitt mark, í sigri á KR í þriðju umferðinni.