Víkingur leikur á Kópavogsvelli í Sambandsdeildinni

Víkingar leika á Kópavogsvelli.
Víkingar leika á Kópavogsvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingur úr Reykjavík mun leika heimaleiki sína í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli snemma dags.

Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.

Mikil óvissa hefur ríkt um hvar Víkingur myndi spila heimaleikina sína þrjá í haust og vetur þar sem Víkingsvöllur stenst ekki kröfur UEFA um heimavelli í Evrópukeppnum og Laugardalsvöllur kom ekki til greina.

Þórsvöllur í Færeyjum var nefndur sem möguleiki auk þess sem Kópavogsvöllur kom til greina, en þá gerði UEFA kröfu um að flóðlýsing yrði bætt.

Ekki var hægt að koma því við og því er lendingin að Víkingur spili heimaleikina sína á Kópavogsvelli í dagsbirtu.

Heimaleikir Víkings í Sambandsdeild Evrópu:

Fimmtudagur 24. október:
Víkingur - Cercle Brugge kl. 14.30

Fimmtudagur 7. nóvember:
Víkingur - Borac Banja Luka kl. 14.30

Fimmtudagur 12. desember:
Víkingur - Djurgården kl. 13

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert