Blikar á toppinn með sigri á ÍA

Steinar Þorsteinsson og Viktor Örn Margeirsson á Kópavogsvellinum í kvöld.
Steinar Þorsteinsson og Viktor Örn Margeirsson á Kópavogsvellinum í kvöld. Eyþór Árnason

Breiðablik hafði bet­ur gegn ÍA, 2:0, í fyrstu um­ferð efri hluta Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu á Kópa­vogs­velli í kvöld. Ísak Snær Þor­valds­son skoraði fyr­ir Breiðablik auk þess  sem Johann­es Björn Vall, leikmaður ÍA, skoraði sjálfs­mark.

Með sigr­in­um fór Breiðablik á topp deild­ar­inn­ar þar sem liðið er nú með 52 stig, þrem­ur stig­um meira en Vík­ing­ur úr Reykja­vík, sem á leik til góða gegn FH á miðviku­dag.

ÍA fer niður í fimmta sæti þar sem liðið er enn með 34 stig.

Fyrri hálfleik­ur var ansi tíðinda­lít­ill. Helst var það Ísak Snær Þor­valds­son sem fékk prýðis færi fyr­ir Breiðablik á 11. mín­útu þegar skot hans úr víta­teign­um í hættu­legri stöðu eft­ir send­ingu Vikt­ors Karls Ein­ars­son­ar fór í Hilm­ar Elís Hilm­ars­son, miðvörð ÍA.

Besta færi Skaga­manna og besta færi fyrri hálfleiks fékk Hinrik Harðar­son eft­ir rúm­lega hálf­tíma leik. Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son átti þá góða fyr­ir­gjöf vinstra meg­in við víta­teig­inn, fann Hinrik ein­an á fjær­stöng­inni en hann þurfti að teygja sig í bolt­ann og skall­inn fór fram­hjá nær­stöng­inni.

Á 40. mín­útu átti Jón Gísli Ey­land Gísla­son stór­hættu­lega fyr­ir­gjöf af hægri kant­in­um með jörðinni, Daniel Obbekjær í vörn Breiðabliks og Vikt­or Jóns­son, fyr­irliði ÍA, áttu í harðri bar­áttu um bolt­ann við markteig­inn og hafði Dan­inn að lok­um bet­ur áður en Vikt­or Örn Mar­geirs­son hreinsaði frá.

Þar með er það sem gerðist markvert í fyrri hálfleik upp­talið. ÍA var hættu­legri aðil­inn und­ir lok hálfleiks­ins þegar gest­un­um tókst nokkr­um sinn­um að opna vörn Breiðabliks en í þau skipti tókst heima­mönn­um að bjarga áður en meiri hætta skapaðist.

Allt aðrir Blikar í síðari hálfleik

Í upp­hafi síðari hálfleiks gerði Ísak Snær sig aft­ur lík­leg­an fyr­ir Breiðablik tek­ur hann tók skot af markteig en aft­ur var varn­ar­maður ÍA, Erik Sand­berg að þessu sinni, al­veg ofan í hon­um og komst fyr­ir skotið þaðan sem bolt­inn fór út í horn­spyrnu.

Allt annað var að sjá til Blika í síðari hálfleikn­um og náðu þeir for­yst­unni á 55. mín­útu. Davíð Ingvars­son átti þá glæsi­lega fyr­ir­gjöf af vinstri kant­in­um sem fór fram­hjá hverj­um leik­mann­in­um á fæt­ur öðrum, Aron Bjarna­son og Johann­es Björn Vall börðust um bolt­ann við miðjan markteig­inn sem endaði með því að bolt­inn fór af Val log í netið, sjálfs­mark.

Í kjöl­farið gerði Breiðablik orra­hríð að marki ÍA. Fyrst átti Arn­ór Gauti Jóns­son hættu­legt skot fyr­ir utan víta­teig sem fór rétt yfir markið og stuttu seinna var Andri Rafn Yeom­an kom­inn í góða stöðu hægra meg­in í markteign­um en skaut einnig rétt yfir.

Mín­útu síðar, á 58. mín­útu, kom Ísak Snær bolt­an­um á Hösk­uld sem náði föstu skoti úr víta­teign­um, það fór í varn­ar­mann þaðan sem bolt­inn barst til Davíðs vinstra  meg­in í teign­um en skot hans fór fram­hjá nær­stöng­inni.

Glæsi­mark Ísaks Snæs

Fimm mín­út­um síðar átti Ísak Snær hörku­skot úr D-bog­an­um sem fór af varn­ar­manni og rétt fram­hjá mark­inu.

Áfram héldu Blikar að þjarma að Skaga­mönn­um og slapp Davíð í gegn á 68. mín­útu en skot hans vinstra meg­in úr teign­um var la fór fram­hjá mark­inu.

Davíð slapp svo aft­ur einn í gegn stuttu síðar, á 72. mín­útu eft­ir lag­lega send­ingu Hösk­ulds, fór fram­hjá Árna Marinó Ein­ars­syni í marki ÍA en færið orðið þröngt. Davíð lék með bolt­ann að endalínu, reyndi að senda bolt­ann út á sam­herja en bolt­inn fór í varn­ar­mann ÍA.

Fjór­um mín­út­um síðar vildu Blikar fá dæmda víta­spyrnu þegar Hösk­uld­ur fór niður í víta­teign­um en ekk­ert var dæmt. Virt­ist brotið á hon­um utan teigs áður en Hösk­uld­ur hélt áfram með bolt­ann en fengu heima­menn samt ekki dæmda auka­spyrnu.

Á 78. mín­útu fékk Vall tæki­færi til þess að bæta upp fyr­ir sjálfs­mark sitt. Eft­ir góða sókn barst bolt­inn til Sví­ans sem tók skot vinstra meg­in úr víta­teign­um, ætlaði að lauma bolt­an­um í fjær­hornið en Andri Rafn komst fyr­ir skotið.

Þrem­ur mín­út­um fyr­ir leiks­lok reyndi varamaður­inn Kristó­fer Ingi Krist­ins­son hörku­skot fyr­ir utan víta­teig en Árni Marinó reynd­ist vand­an­um vax­inn í mark­inu og greip bolt­ann.

Á sjöttu mín­útu upp­bót­ar­tíma slapp Ísak Snær einn í gegn, lét skotið ríða af við víta­teigs­lín­una þar sem bolt­inn fór í sam­skeyt­in og í netið, stór­glæsi­legt mark og tveggja marka sig­ur inn­siglaður.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Breiðablik 2:0 ÍA opna loka
skorar Breiðablik (55. mín.)
skorar Ísak Snær Þorvaldsson (90. mín.)
Mörk
fær gult spjald Arnór Gauti Jónsson (35. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Steinar Þorsteinsson (71. mín.)
mín.
90 Leik lokið
+9 Blikar vinna tveggja marka sigur.
90 Benjamin Stokke (Breiðablik) kemur inn á
+7
90 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) fer af velli
+7 Heiðursskipting.
90 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) kemur inn á
+7
90 Aron Bjarnason (Breiðablik) fer af velli
+7
90 MARK! Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) skorar
+6 Ísak innsiglar sigurinn! Kemst í gott færi við vítateigslínuna og smellir boltanum einfaldlega upp í samskeytin og inn. Glæsileg afgreiðsla!
90 Breiðablik fær hornspyrnu
+2 Tekin stutt og boltanum haldið í horninu. Blikar vinna svo innkast.
90 Árni Salvar Heimisson (ÍA) kemur inn á
+1
90 Hilmar Elís Hilmarsson (ÍA) fer af velli
+1
90 Arnór Smárason (ÍA) kemur inn á
+1
90 Steinar Þorsteinsson (ÍA) fer af velli
+1
90 Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) á skot sem er varið
Bjartsýnisskot langt fyrir utan teig, endar í varnarmanni.
87 Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Hornspyrnan er skölluð frá, Kristófer Ingi nær til boltans og gerir vel í að koma sér í skotstöðu utan teigs, þrumar að marki en Árni Marinó ver.
87 Breiðablik fær hornspyrnu
84 ÍA fær hornspyrnu
Blikar skalla boltann frá.
83 Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) kemur inn á
83 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) fer af velli
83 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) kemur inn á
83 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) fer af velli
82 Hilmar Elís Hilmarsson (ÍA) á skot yfir
Skotið við vítateigslínuna fer yfir markið. Boltinn skoppandi og ágætis hugmynd en Hilmari Elís tókst ekki að halda boltanum niðri.
78 Johannes Björn Vall (ÍA) á skot sem er varið
Færi! Skagamenn skyndilega komnir í góða stöðu, Steinar leggur boltann til hliðar á Vall sem ætlar að leggja hann í fjærhornið en skotið fer í varnarmann.
76
Blikar vilja vítaspyrnu eftir að Höskuldur fer niður í teignum, var sannarlega brotið á honum áður en hann hélt áfram með boltann inn í teig og því hefði átt að dæma aukaspyrnu í D-boganum.
74
Hinrik kominn í kjörstöðu hægra megin, rennir boltanum fyrir þar sem Vall er kominn á fjærstöngina en sendingin er allt of föst!
72
Dauðafæri! Davíð sleppur einn í gegn, fer framhjá Árna Marinó, markið er opið en færið orðið þröngt, Davíð reynir svo að gefa boltann út en hann fer í varnarmann.
71 Steinar Þorsteinsson (ÍA) fær gult spjald
Fyrir mótmæli.
69 Marko Vardic (ÍA) á skot framhjá
Hornspyrnan er skölluð frá, Vardic reynir svo skot fyrir utan teig en það fer langt framhjá markinu.
68 ÍA fær hornspyrnu
68 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Færi! Davíð kominn í fína stöðu vinstra megin í teignum, Árni Marinó er kominn nokkuð framarlega og Davíð reynir að lauma boltanum undir hann en skotið nokkuð framhjá fjærstönginni.
63 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot yfir
Hornspyrnan er tekin stutt, boltinn berst til Höskulds sem tekur viðstölulaust skot en það fer himinhátt yfir markið.
63 Breiðablik fær hornspyrnu
63 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skot framhjá
Færi! Hörkuskot við vítateigslínuna sem fer af varnarmanni og rétt framhjá.
62 Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) kemur inn á
62 Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA) fer af velli
60
Rúnar Már liggur eftir og virðist eiga erfitt með gang. Væntanlega verður honum skipt af velli.
58 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Dauðafæri! Höskuldur nær skoti eftir laglegan undirbúning Ísaks Snæs, það fer í varnarmann, boltinn berst til Davíðs sem tekur skotið vinstra megin úr teignum en það fer framhjá nærstönginni.
57 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) á skot yfir
Færi! Kemst í þröngt færi hægra megin í teignum en skotið yfir markið!
57 Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) á skot yfir
Skotið fyrir utan teig fer yfir markið.
55 Marko Vardic (ÍA) kemur inn á
55 Haukur Andri Haraldsson (ÍA) fer af velli
55 MARK! Breiðablik (Breiðablik) skorar
1:0 Blikar ná forystunni! Davíð með glæsilega fyrirgjöf af vinstri kantinum sem fer framhjá nokkrum leikmönnum áður en Aron og Vall berjast um boltann við markteiginn, boltinn fer svo af Vall og í netið, sjálfsmark.
50
Hinrik kemur boltanum í netið en hann er réttilega dæmdur brotlegur, keyrði inn í Anton Ara í aðdragandanum.
48 Breiðablik fær hornspyrnu
Árni Marinó kýlir hornspyrnuna frá.
48 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Færi! Ísak Snær fær boltann á markteig, tekur skotið en Sandberg er alveg ofan í honum, fær boltann í sig og hann fer aftur fyrir endamörk, hornspyrna.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Blikar hefja síðari hálfleikinn.
45 Hálfleikur
+3 Það lifnaði aðeins yfir þessu undir lokin en tíðindalitlum fyrri hálfleik lokið þar sem er markalaust. Vonandi fáum við meira fjör í síðari hálfleik.
45
Að minnsta kosti þremur mínútum verður bætt við í fyrri hálfleik.
44
Hilmar Elís reynir skot af löngu færi en það fer í varnarmann.
40
Hætta! Jón Gísli með stórhættulega sendingu fyrir með jörðinni, Obbekjær og Viktor í mikilli baráttu og tekst Obbekjær að vera fyrri til í boltann áður en Viktor Örn hreinsar frá.
35 Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) fær gult spjald
Kemur allt of seint í Hauk Andra sem liggur þjakaður eftir og fær aðhlynningu.
32 Hinrik Harðarson (ÍA) á skalla sem fer framhjá
Færi! Blikar tapa boltanum á hættulegum stað, Rúnar Már með góða fyrirgjöf vinstra megin við teiginn, Hinrik nær skallanum á fjærstönginni en þurfti að teygja sig í boltann sem fer framhjá.
28 Breiðablik fær hornspyrnu
Fyrsta hornspyrna leiksins. Skagamenn skalla hana frá.
25
Þetta er ansi lokaður leikur. Blikar eru meira með boltann en eiga í erfiðleikum með að brjóta Skagamenn á bak aftur. Þegar gestirnir fá boltann standa Blikar sömuleiðis vaktina vel varnarlega.
19 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot yfir
Tekur skotið hægra megin við vítateigslínuna en það fer yfir markið.
18 Hinrik Harðarson (ÍA) á skot sem er varið
Fyrsta eiginlega marktilraunin kemur loks á 18. mínútu. Hinrik finnur sér smá pláss vinstra megin í teignum eftir langa sendingu Hilmars Elísar, nær skoti í nærhornið en þar er Anton Ari mættur og grípur boltann.
16
Blikar komnir í álitlega sókn eftir glæsileg tilþrif Ísaks Snæs, stungusending Viktors Karls á Davíð er hins vegar of föst og Árni Marinó hirðir boltann.
11
Góð sókn Breiðabliks sem endar með skoti Ísaks Snæs rétt innan vítateigs en það fer í varnarmann.
9
Rólegar upphafsmínútur en enginn skortur á baráttu.
5
Jón Gísli með hættulega fyrirgjöf með jörðinni, enginn samherji kemst hins vegar í boltann og hann fer aftur fyrir endamörk.
2
Rúnar Már vinnur skallabolta og lendir illa, Viktor Karl var undir honum. Rúnar Már fær aðhlynningu og getur svo haldið leik áfram.
1 Leikur hafinn
Skagamenn hefja leikinn.
0
Það fer allt að verða til reiðu í Kópavoginum, liðin ganga inn á völlinn við ljúfa tóna.
0
Liðin hafa mæst tvisvar í Bestu deildinni í sumar. Fyrri leiknum hér á Kópavogsvelli lauk með jafntefli, 1:1, og Breiðablik vann svo á Akranesi, 2:1.
0
ÍA gerir sömuleiðis tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik, 1:0-sigri á nýkrýndum bikarmeisturum KA. Hlynur Sævar Jónsson og Hinrik Harðarson koma inn í liðið í stað Olivers Stefánssonar og Inga Þórs Sigurðssonar.
0
Breiðablik gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik, 5:3-sigri á HK. Ísak Snær Þorvaldsson og Arnór Gauti Jónsson koma inn í liðið í stað Kristófer Inga Kristinssonar og Kristins Steindórssonar.
0
Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar, með 49 stig eins og topplið Víkings. ÍA er í fjórða sæti með 34 stig.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og ÍA í fyrstu umferð í efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Andri Rafn Yeoman, Daniel Obbekjær, Viktor Örn Margeirsson, Kristinn Jónsson. Miðja: Arnór Gauti Jónsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Karl Einarsson (Oliver Sigurjónsson 83). Sókn: Aron Bjarnason (Kristinn Steindórsson 90), Ísak Snær Þorvaldsson (Benjamin Stokke 90), Davíð Ingvarsson (Kristófer Ingi Kristinsson 83).
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Oliver Sigurjónsson, Patrik Johannesen, Kristinn Steindórsson, Benjamin Stokke, Kristófer Ingi Kristinsson, Tumi Fannar Gunnarsson.

ÍA: (3-5-2) Mark: Árni Marinó Einarsson. Vörn: Hilmar Elís Hilmarsson (Árni Salvar Heimisson 90), Erik Sandberg, Hlynur Sævar Jónsson. Miðja: Jón Gísli Eyland Gíslason, Rúnar Már Sigurjónsson (Ingi Þór Sigurðsson 62), Haukur Andri Haraldsson (Marko Vardic 55), Steinar Þorsteinsson (Arnór Smárason 90), Johannes Björn Vall. Sókn: Viktor Jónsson, Hinrik Harðarson.
Varamenn: Marvin Darri Steinarsson (M), Arnleifur Hjörleifsson, Ingi Þór Sigurðsson, Guðfinnur Þór Leósson, Marko Vardic, Árni Salvar Heimisson, Arnór Smárason.

Skot: Breiðablik 11 (4) - ÍA 6 (3)
Horn: Breiðablik 5 - ÍA 2.

Lýsandi: Gunnar Egill Daníelsson
Völlur: Kópavogsvöllur

Leikur hefst
23. sept. 2024 19:15

Aðstæður:
Fimm gráðu hiti, sólin skín áður en hún sest og hæg suðaustanátt. Gervigras.

Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Aðstoðardómarar: Eðvarð Eðvarðsson og Ragnar Þór Bender

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert