23. umferð: Reynsluboltinn með 100 leiki - Helgi þriðji

Andri Rúnar Bjarnason er kominn með 100 leiki í efstu …
Andri Rúnar Bjarnason er kominn með 100 leiki í efstu deild en 329 deildaleiki alls á ferlinum. Eyþór Árnason

Andri Rúnar Bjarnason, framherjinn reyndi hjá Vestra, lék áfangaleik á sunnudaginn þegar KR og Vestri skildu jöfn, 2:2, í 23. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Meistaravöllum.

Andri lék sinn 100. leik í efstu deild og hélt upp á það með því að skora fyrra mark Vestfirðinganna en engu munaði að hann skoraði sigurmark undir lokin. 

Þó Andri sé á sínu 20. tímabili í meistaraflokki er þetta aðeins hans sjötta tímabil í efstu deild hér á landi. Hann hefur spilað alls 329 deildaleiki á ferlinum, um helming þeirra í 1., 2. og 3. deild og 67 leiki sem atvinnumaður erlendis.

Leikirnir 100 eru fyrir fimm félög, 18 fyrir Víking, 22 fyrir Grindavík, 25 fyrir ÍBV, 21 fyrir Val og nú 14 fyrir Vestra. Hann hefur skorað í þeim 39 mörk, er einmitt einn af þeim fimm sem hafa skorað 19 mörk á einu tímabili og deila markametinu, en Andri hefur samtals skorað 130 deildamörk á ferlinum.

Helgi Guðjónsson, til vinstri, fagnar öðru markanna gegn FH í …
Helgi Guðjónsson, til vinstri, fagnar öðru markanna gegn FH í gærkvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Helgi Guðjónsson varð í gærkvöldi þriðji leikmaðurinn í sögu Víkings til að skora 30 mörk fyrir félagið í efstu deild þegar hann skoraði tvívegis í sigrinum á FH, 3:0. Aðeins Nikolaj Hansen (51) og Heimir Karlsson (37) hafa skorað fleiri mörk í deildinni fyrir Víking en Helgi er nú með 31 mark.

Óskar Örn Hauksson bætti enn einum tugnum við leikjamet sitt í efstu deild karla en hann lék sinn 380. leik í deildinni í gærkvöld þegar Víkingur vann FH. Langt er í að Óskari verði ógnað en næstir á eftir honum eru Birkir Kristinsson með 321 leik, Daníel Laxdal með 305 og Gunnleifur Gunnleifsson með 304 leiki. 

Albin Skoglund úr Val, Mikael Breki Þórðarson úr KA og Gustav Kjeldsen úr Vestra skoruðu allir sitt fyrsta mark í deildinni í 23. umferðinni.

Úrslit­in í 23. um­ferð:
KR - Vestri  2:2
Fram - Fylk­ir 2:0

Breiðablik - ÍA 2:0
Val­ur - Stjarn­an 2:2
KA - HK 3:3
Vík­ing­ur - FH 3:0

Marka­hæst­ir í deild­inni:
16 Vikt­or Jóns­son, ÍA
14 Pat­rick Peder­sen, Val

11 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
11 Emil Atla­son, Stjörn­unni

11 Helgi Guðjóns­son, Vík­ingi R.
11 Jónatan Ingi Jóns­son, Val

10 Gylfi Þór Sig­urðsson, Val
8 Ari Sig­urpáls­son, Vík­ingi R.
8 Björn Daní­el Sverr­is­son, FH

8 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi R.
8 Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son, Breiðabliki
8 Valdi­mar Þór Ingi­mund­ar­son, Vík­ingi R.
8 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
7 Arnþór Ari Atla­son, HK
7 Ísak Snær Þor­valds­son, Breiðabliki
7 Sig­urður Bjart­ur Halls­son, FH

6 Atli Þór Jón­as­son, HK
6 Ásgeir Sigurgeirsson, KA
6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son, KA
6 Kjart­an Kári Hall­dórs­son, FH
6 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi R. 
6 Vikt­or Karl Ein­ars­son, Breiðabliki

Næstu leik­ir:
29.9. FH - Breiðablik
29.9. KR - Fram
29.9. Vestri - HK
29.9. Fylkir - KA
29.9. Valur - Víkingur
30.9. Stjarnan - ÍA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert