Grindavík og Njarðvík sameinast

Grindavíkurbær.
Grindavíkurbær. mbl.is/Árni Sæberg

Kvennalið Grindavíkur hefur sameinast Njarðvík í kvennaknattspyrnu og munu félögin leika undir nafninu Grindavík/Njarðvík.

Í samtali við Víkurfréttir sagði Brynjar Freyr Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Njarðvíkur, að þetta væri heillaskref fyrir félagið.

„Þetta er eitthvað sem við höfum unnið að síðustu árin, að hafa meistaraflokk kvenna, og nú er komið að því,“ sagði Brynjar.

Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði spennandi tíðinda að vænta af karlaliði félagsins einnig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert