Bikarinn á Selfoss eftir framlengingu

Selfyssingar voru kátir í leikslok.
Selfyssingar voru kátir í leikslok. Arnþór Birkisson

Selfoss hafði betur gegn KFA, 3:1, í framlengdum úrslitaleik neðrideildarbikarsins í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld.

Varð gott tímabil Selfyssinga því enn betra en Selfoss vann sannfærandi sigur í 2. deildinni og vann sér inn sæti í 1. deild.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Birkir Ingi Óskarsson Austfirðingum yfir á 54. mínútu. Var staðan 1:0 fram að 75. mínútu er Sesar Örn Harðarson jafnaði.

Selfyssingar fagna í leikslok.
Selfyssingar fagna í leikslok. mbl.is/Arnþór

Urðu mörkin í venjulegum leiktíma ekki fleiri og því varð að framlengja, sem kom sér vel fyrir Selfyssinga.

Brynjar Bergsson kom þeim í 2:1 á 99. mínútu og Spánverjinn Gonzalo Zamorano gulltryggði sigurinn með þriðja markinu á 102. mínútu.

Frá baráttunni á Laugardalsvelli í kvöld.
Frá baráttunni á Laugardalsvelli í kvöld. mbl.is/Arnþór
mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert