Ætlum að verða Íslandsmeistarar á næstu árum

Selma Dögg Björgvinsdóttir fagnar marki.
Selma Dögg Björgvinsdóttir fagnar marki. Eggert Jóhannesson

Selma Dögg Björgvinsdóttir fyrirliði Víkinga var ánægð með seinni hálfleikinn í 2:1 tapi gegn Val í Bestu deildinni í fótbolta í dag.

Þið eruð 2:0 undir í hálfleik eigið ekki færi en þið komuð grimmar út í þann seinni, hvað var rætt í klefanum í hálfleik?

„Við breyttum aðeins taktískt vorum skipulagðari og höfðum meiri trú á þessu og mér fannst það alveg skila sér og var leikurinn miklu jafnari og við kannski bara aðeins betri,” sagði hún við mbl.is eftir leik.  

Óheppnar að setja ekki jöfnunarmarkið?

„Það var svekkjandi en við erum að spila á móti mjög vel skipulögðu liði sem gefur fá færi á sér og vissum að þetta yrði erfitt en svekkjandi að fá ekki stig í dag.”

Tímabilið hjá ykkur, hvernig meturðu það?

„Við endum þetta tímabil alltaf ánægðar og stoltar. Ég sagði það í öllum viðtölum fyrir tímabilið að við ætluðum okkur að enda í efri hlutanum og markmiðið akkúrat verið í fjórða sæti. Við vitum að við getum gert betur og stefnan er að verða Íslandsmeistarar á næstu árum,“ sagði Selma Dögg í samtali við mbl í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert