Afturelding í efstu deild í fyrsta skipti

Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar tekur við sigurverðlaunum í leikslok.
Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar tekur við sigurverðlaunum í leikslok. Ólafur Árdal

Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla í knattspyrnu á næsta ári með 1:0-sigri gegn Keflavík í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli í dag.

Afturelding hélt vel í boltann í fyrri hálfleik og átti fullt af fyrirgjöfum en lítið var um hættuleg færi og skot á markið frá þeim.

Keflavík fékk hinsvegar nokkur dauðafæri og fyrsta kom á 18. mínútu þegar Sami Kamel skaut í varnarvegg úr aukaspyrnu og boltinn fór rétt framhjá. Keflavík vildi svo víti á 27. Mínútu þegar boltinn fór í höndina á  Gunnari Bergmann en fengu það ekki.

Ásgeir Helgi Orrason komst svo í hættulegt færi á 36. mínútu en Jökull Andrésson varði vel af stuttu færi. 

Kári Sigfússon slapp svo í gegn á lokamínútu fyrri hálfleiks og keyrði upp völlinn en lenti í vandræðum með boltann og Gunnar kom á fullri ferð og komst fyrir framan hann. Kári potaði þá boltanum framhjá Gunnari og hljóp beint á hann sem var síðasta færi fyrri hálfleiks og staðan 0:0 þegar liðin gengu inn í búningsklefa.

Seinni hálfleikur fór rólega af stað og það gerðist ekki neitt þar til að Sigurpáll Melberg Pálsson kom Aftureldingu yfir á 79. mínútu.  Arnór Gauti Ragnarsson, sem var nýkominn inn á, fór í þrumuskot fyrir utan teiginn sem Ásgeir Orri Magnússon varði út í teig og Sigurpáll stökk á frákastið.

Ari Steinn Guðmundsson  gerði vel og fékk tvö ágætis færi undir lokinn en náði ekki að klára þau og leikurinn endaði 1:0 fyrir Aftureldingu.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Newcastle 1:1 Man. City opna
90. mín. Rúben Dias (Man. City) fær gult spjald Straujar niður Gordon.
Víkingur R. 1:2 Valur opna
90. mín. Leik lokið
Breiðablik 4:2 FH opna
90. mín. Leik lokið +3.
Arsenal 4:2 Leicester opna
90. mín. Arsenal skorar 3:2 - Saka tekur hornspyrnuna á fjær þar sem Trossard bíður einn og óvaldaður. Belginn tekur boltann innanfótar og setur hann inn í þvöguna þar sem hann fer af Ndidi og í netið. Þetta skrifast líklega sem sjálfsmark á Ndidi. Þvílík dramatík!
Wolves 1:2 Liverpool opna
63. mín. Ibrahima Konaté (Liverpool) fær gult spjald Brýtur á Matheus Cunha og heimamenn eiga aukaspyrnu á hættulegum stað.

Leiklýsing

Keflavík 0:1 Afturelding opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert