Blikakonum fataðist ekki flugið þegar þær fengum stöllur sínar úr FH í Kópavoginn í dag þegar fram fór 4. og næstsíðasta umferð efri hluta efstu deildar kvenna í fótbolta. FH lét ekki að vaða yfir sig og náði að láta hafa aðeins fyrir sér en Breiðablik var einfaldlega betra liðið og vann 4:2. Í síðustu umferð fer því Breiðablik með 60 stig á móti 59 stigum Vals í hreinan úrslit að Hlíðarenda.
Blikakonur byruðu með látum og sóttu stíft en komust ekki í góðu færin. Hafnfirðingar sátu það af sér, eflaust ekki átt von á öðru og stukku svo fram í sóknir sínar.
Á 5. mínútu kom ein slík sókn og Hafnfirðingurinn Elísa Lana Sigurjónsdóttir fékk boltann rétt utan vítateigs, lagði fyrir sig og skaut yfirvegað í hægra hornið. FH komið í forystu, 0:1.
Blikar náðu aftur undirtökunum að einhverju leiti og sóttu meira en þurftu að gæta sín á að FH næði ekki að skjótast í sókn. Fyrir vikið vantaði aðeins upp í bitið í sóknarleik Breiðablik en FH-konur voru síður en svo tilbúnar og áttu líka skot að marki Breiðabliks.
Eitthvað varð þó undan að láta og á 20. mínútu gaf Vigdís Lilja Kristjánsdóttir þvert inni í viteignum til hægri á Samönthu Smith sem skoraði af öryggi. Staðan 1:1.
Næstu mínútur sóttu Blikakonur þar sem Vigdís Lilja, Katrín og Andrea Rut Bjarnadóttir áttu góð skot en þau fóru ýmist yfir, framhjá eða Aldís í mark FH varði.
Svo kom svakaleg syrpa.
Á 31. mínútu fékk Andrea Rut tíma til að spila inn í markteig FH og skjóta síðan af öryggi niður í hægra hornið. Breiðablik komið yfir, 2:1.
Tveimur mínútum síðar átti Katrín frábæra sendingu til hægri inn í markteig FH á Samönthu, sem rakti boltann aðeins lengra og skaut síðan af öryggi hægra megin í markið. Blikar komnir í 3:1.
Rétt á eftir, á 37. mínútu, voru FH-konur aftur komnar í snögga sókn og nú gaf Margrét Brynja Kristinsdóttir til vinstri inni í vítateig Breiðabliks á Hildigunni Ýr Benediktsdóttur, sem skaut yfirvegað niður í hægra hornið. Staðan Breiðablik 3 og FH 2.
Siðustu mínútur fyrri hálfleiks voru gestirnir í Hafnarfirði ákveðnir og náðu þremur atlögum en Telma í marki Breiðabliks varði frá Hildigunni Ýr og Margréti Brynju.
Þó leikurinn hafi verið svolítið jafn strax eftir hlé voru Blikar þó meira í sókn, sóttu af meiri yfirvegun og á 64. mínútu kom ein slík sókn. Þá var Samantha með boltann hægra megin í vítateig FH og gaf síðan út í teig þar sem Katrín skaut fast yfir Aldísi í marki FH. Staðan orðin 4:2.
Katrín fékk svo frábært færi til að auka muninn fyrir Breiðablik en skallaði á 73. mínútu rétt yfir af stuttu færi.
Katrín fékk aftur færi á 74. mínútu þegar hún fékk stungusendingu inn fyrir vörn FH en tókst ekki að leika á Aldísi í markinu.
Lokafærið Blika átti svo Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir þegar hörkuskot hennar small í stönginni hjá Breiðablik og lokafæri FH var þegar Selma Sól Sigurjónsdóttir skaut í stöng Blika.
Lokakaflinn var svo Blika, búið að skipta inn ferskum fótum en mörkin urðu ekki fleiri.