Datt út þegar hann fór í netið

Sigurpáll Melberg Pálsson, númer 23, að fagna með liðsfélögum sínum …
Sigurpáll Melberg Pálsson, númer 23, að fagna með liðsfélögum sínum í lok leiks. mbl.is/Ólafur Árdal

„Ég bara datt út þegar hann fór í netið, þetta var ótrúlegt, ég trúði þessu ekki,” sagði Sigurpáll Melberg Pálsson sem skoraði sigurmark Aftureldingar gegn Keflavík í úrslitaleiknum um sæti í Bestu deild karla í knattspyrnu á næsta tímabili.

„Mér fannst bara fullt af opnum færum í þessum leik og við spiluðum vörnina fáránlega vel og náðum inn einu marki og unnum og það er það sem skiptir máli,“ sagði Sigurpáll í viðtali við mbl.is eftir leikinn.

Afturelding var í annað sinn í úrslitaleiknum um sæti í Bestu deild, töpuðu í fyrra 1:0 en sigruðu leikinn í ár. 

„Ég var ekki í fyrra en strákarnir voru búin að sjá þetta allt áður og voru búnir að upplifa stemninguna og það kemur ákveðin ró með því og við vissum hvað við vorum að fara út í, þeir náðu að  deila með sér reynslunni.“

Afturelding lenti í fjórða sæti á tímabilinu með 36 stig en byrjaði ekki vel.

„Þetta var aðeins stöngin út til að byrja með og það getur gerst í fótboltanum. Við héldum áfram að hafa trú á þessu, hafa liðsheildina góða og það bara skilaði sé á endanum og þetta fór að detta. Þetta voru bara tómatsósuáhrifin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert