Norðanstúlkur bikarmeistarar í 2. flokki

Emelía Ósk Kruger, fyrirliði Þórs/KA/Völsungs/TIndastóls/Hvatar/Kormáks, lyftir bikarnum í gær.
Emelía Ósk Kruger, fyrirliði Þórs/KA/Völsungs/TIndastóls/Hvatar/Kormáks, lyftir bikarnum í gær. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Sameiginlegt lið Þórs/KA/Völsungs/Tindastóls/Hvatar/Kormáks sigraði Selfoss, 4:1, í úr­slita­leik bik­ar­keppni KSÍ í 2. flokki kvenna í fót­bolta á Akureyri í gær.

Emelía Ósk Kruger, sem spilar einnig með Þór/KA í Bestu deild, kom heimakonum yfir eftir 23 mínútur en Embla Katrín Oddsteinsdóttir jafnaði metin fyrir Selfoss stuttu síðar og staðan var 1:1 í hálfleik.

Karen Hulda Hrafnsdóttir kom heimakonum aftur yfir á 55. mínútu og þær Angela Mary Helgadóttir og  Bríet Fjóla Bjarnadóttir, leikmenn Þór/KA í Bestu deild, skoruðu þriðja og fjórða mark liðsins og lokatölur voru 4:1.

 

View this post on Instagram

A post shared by @thorka.2flk

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert