Ætlum að vinna þetta mót á næstu árum

Sandra María Jessen er fyrirliði Þórs/KA
Sandra María Jessen er fyrirliði Þórs/KA Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sandra María Jessen fyrirliði Þórs/KA var svekkt að hafa ekki unnið leikinn gegn Þrótti í Bestu deild kvenna í fótbolta í Laugardalnum í dag en þær fengu heldur betur færin til þess.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Hvernig komuð þið inn í þennan leik eftir tapið í síðustu umferð?

,,Mér fannst við ná að svara vel fyrir það í seinni hálfleiknum gegn Blikum en það svo sem dugði ekki til því þá vorum við búnar að grafa okkur í eigin skít. En við mættum með aðeins ferskara lið í dag og náðum að halda vel í boltann og sköpuðum nokkur góð færi í leiknum en Þróttur er bara með flott lið og við náðum ekki að brjóta þær niður í dag.”

Hvað getur Þór/KA gert betur til að koma sér nær Breiðabliki og Val?

,,Ef við horfum á fyrri umferðina að þá töpum við bara fyrir þessum tveim liðum þannig að við erum klárlega að gera góða hluti. Við höfum klárlega efni í að berjast um fyrsta og annað sætið og ég held að við þurfum að klára þessa leiki sem við eigum að klára en það er ekkert gefins í þessari deild.

Það er svekkjandi horfa aftur á leikinn heima gegn Val þar sem við erum 1:0 yfir en töpum með marki á 93. mínútu. Við þurfum bara að stilla okkur betur saman og vinna svoleiðis leiki. Við erum að bæta okkur með hverju tímabili, Það er ekki langt síðan við vorum í fallbaráttu og markmiðið er að vinna þetta mót á næstu árum.” sagði Sandra María í samtali við mbl eftir leikinn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert