Landsliðið tilkynnt á miðvikudag

Íslenska liðið fagnar marki Jóns Dags Þorsteinssonar gegn Svartfellingum á …
Íslenska liðið fagnar marki Jóns Dags Þorsteinssonar gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli. Árni Sæberg

KSÍ hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu á miðvikudag en þá verður landsliðshópur karla tilkynntur fyrir leikina í Þjóðadeild Evrópu gegn Wales og Tyrklandi.

Ísland er með þrjú stig í riðlinum eftir sigur á Svartfellingum og tap gegn Tyrkjum ytra í síðasta landsleikjaglugga. Leikirnir fara fram dagana 11. og 14. október, fyrst mætir Ísland Wales og svo Tyrkjum.

Ljóst er að Hákon Arnar Haraldsson verður fjarri góðu gamni en hann missti einnig af hinum leikjunum vegna meiðsla þar sem hann ristarbrotnaði á æfingu með landsliðinu í byrjun september.

Gylfi Sigurðsson var ekki með Val gegn Víking í gær vegna bakmeiðsla en ekki er vitað hversu alvarleg þau meiðsli eru.

Sverrir Ingi Ingason missti af leikjunum gegn Tyrkjum og Svartfellingum vegna meiðsla en hann var í liðið Panathinaikos um helgina og ætti að koma inn í hópinn.

Albert Guðmundsson verður ekki með liðinu vegna málsmeðferðar í kynferðisbroti sem hann er ákærður fyrir.

Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur í baki.
Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur í baki. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert