Vonandi næ ég að vinna stóra bróður

Aron Elí Sævarsson með bikarinn í leikslok eftir sigurinn á …
Aron Elí Sævarsson með bikarinn í leikslok eftir sigurinn á Keflavík. Ólafur Árdal

Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar er afar spenntur fyrir því að spila í efstu deild í fótbolta, en liðið úr Mosfellsbæ vann Keflavík, 1:0, í úrslitum umspilsins á Laugardalsvelli á laugardag.

Aron er yngri bróðir Birkis Más Sævarssonar leikmanns Vals, sem lék yfir 100 landsleiki fyrir Ísland og fór á tvö stórmót. Birkir er orðinn 39 ára en Aron vonast til að fá að mæta stóra bróður í efstu deild. Þeir mættust í bikarkeppninni í maí, í leik sem Valur vann, 3:1, í Mosfellsbæ.

„Hann er búinn að fresta því mjög lengi að hætta. Auðvitað langaði okkur að spila saman. Við mættumst í bikarleik í maí, en það væri gaman að mæta honum aftur og vinna hann kannski einu sinni,“ sagði Aron við mbl.is.

Nánar er rætt við Aron í grein í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert