Kristian með U21-árs landsliðinu

Kristian Nökkvi Hlynsson í leik með íslenska A-landsliðinu.
Kristian Nökkvi Hlynsson í leik með íslenska A-landsliðinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21-árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið leikmannahópinn sem leikur tvo mikilvæga leiki í I-riðli undankeppni EM 2025 síðar í mánuðinum.

Ísland leikur gegn Litháen á Víkingsvelli 10. október og 15. október gegn Danmörku. Liðið á enn möguleika á að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Slóvakíu næsta sumar.

Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður hollenska stórliðsins Ajax, kemur inn í leikmannahópinn, rúmum tveimur árum eftir að hann spilaði síðast með U21-árs landsliðinu. Í millitíðinni hefur hann leikið tvo A-landsleiki.

Leikmannahópurinn:

Markverðir:

Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikir
Lúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikir

Varnarmenn:

Ólafur Guðmundsson - FH - 11 leikir
Valgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikir
Logi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikir
Óli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 mark
Hlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikir
Oliver Stefánsson - ÍA - 4 leikir
Daníel Freyr Kristjánsson - FC Fredericia - 3 leikir

Miðjumenn:

Andri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,
Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörk
Davíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörk
Anton Logi Lúðvíksson - Haugesund - 6 leikir
Eggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikir
Arnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikur
Gísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur

Sóknarmenn:

Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörk
Ísak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikir
Ari Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörk
Hilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikir
Benoný Breki Andrésson - KR - 3 leikir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert