„Launin ekki greidd á réttum tíma“

Kári Árnason lék 90 A-landsleiki fyrir Ísland.
Kári Árnason lék 90 A-landsleiki fyrir Ísland. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Árnason, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í fótbolta og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi úr Reykjavík, er staddur í Nikósíu höfuðborg Kýpur þar sem Víkingur mætir Omonoia í Sambandsdeildinni á morgun.

Kári lék með Omonoia árið 2017 og hann ræddi við samfélagsmiðladeild Víkings fyrir leik liðanna.

„Þetta er æðislegur lífstíll hér og fínt lið,“ sagði Kári um lífið á Kýpur og hélt áfram: „Það voru smá fjárhagsvandræði þegar ég kem og launin voru ekki alltaf greidd á réttum tíma.

Þetta var æðislegur tími og ég sé smá eftir að hafa farið,“ bætti Kári við. Hann gekk í raðir Aberdeen í Skotlandi eftir hálft tímabil á Kýpur.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert