Aron verður ekki kallaður í landsliðshópinn

Aron Einar Gunnarsson verður frá í tvær vikur vegna meiðsla.
Aron Einar Gunnarsson verður frá í tvær vikur vegna meiðsla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aron Einar Gunnarsson verður ekki kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu eins og möguleiki var á þar sem hann er að glíma við meiðsli.

Aron Einar fór af velli í fyrsta leik sínum fyrir katarska liðið Al-Gharafa í Meistaradeild Asíu í vikunni eftir að hann stífnaði upp aftan í læri.

Åge Hareide greindi frá því á fjarfundi á Teams að möguleiki væri á að Aron Einar yrði kallaður inn í landsliðshópinn sem var tilkynntur í gær en að þá þyrfti hann vitanlega að vera heill heilsu.

433.is greinir frá því að segulómun hafi leitt í ljós að Aron Einar hafi tognað lítillega aftan í læri og verði af þeim sökum frá í um tvær viku.

Júlíus Magnússon, miðjumaður Fredrikstad, gæti verið kallaður inn í landsliðshópinn sem 24. maður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert