Aftur í Val eftir stutta dvöl á Akureyri

Birkir Heimisson í leik með Val sumarið 2022.
Birkir Heimisson í leik með Val sumarið 2022. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnumaðurinn Birkir Heimisson er genginn aftur til liðs við Val eftir eins árs dvöl hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri. Skrifaði hann undir samning sem gildir út tímabilið 2028.

Birkir er 24 ára miðjumaður sem getur einnig spilað sem miðvörður. Hann lék með Val frá árinu 2020 til 2023 þegar Þór keypti hann. Valur hefur nú keypt Birki til baka.

Hann skoraði fimm mörk í 17 leikjum fyrir Þór í 1. deildinni á nýafstöðnu tímabili.

„Það er geggjað að vera búinn að skrifa aftur undir hjá Val eftir lærdómsríkt ár fyrir norðan. Ég er búinn að vera að æfa með strákunum hérna í sumar og ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar Túfa vildi fá mig.

Ég þekki hann vel og veit fyrir hvað hann stendur og hvað hann vill gera með hópinn. Það er gott að vera kominn aftur,” sagði Birkir í tilkynningu frá knattspyrnudeild Vals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert