Víkingurinn borinn af velli á Kýpur

Tarik Ibrahimagic fékk þungt höfuðhögg.
Tarik Ibrahimagic fékk þungt höfuðhögg. mbl.is/Ólafur Árdal

Tarik Ibrahimagic, leikmaður Víkings úr Reykjavík, var borinn af velli í leik Omonia Nikósía og Víkings sem nú stendur yfir í 1. umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu í Níkósíu.

Tarik fékk þungt höfuðhögg þegar liðsfélagi hans, Oliver Ekroth, sparkaði í hann en Daninn steinrotaðist við höggið.

Hann var svo borinn af velli á 39. mínútu og kom Davíð Örn Atlason inn á fyrir danska bakvörðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert