Tvöfaldur liðstyrkur í KR

Júlíus Mar Júlíusson er kominn til KR.
Júlíus Mar Júlíusson er kominn til KR. Ljósmynd/KR

Knattspyrnudeild KR hefur gengið frá samningum við Júlíus Mar Júlíusson og Halldór Snæ Georgsson. Þeir koma báðir til félagsins frá Fjölni, hvar þeir eru uppaldir.

Júlíus er 19 ára miðvörður sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Fjölni undanfarin þrjú ár. Hann lék 23 leiki með liðinu á nýliðinni leiktíð.

Halldór, sem er tvítugur, var að ljúka sínu fyrsta tímabili sem aðalmarkvörður Fjölnis í meistaraflokki. Hann lék alla 24 leiki Fjölnis í 1. deildinni á tímabilinu.

Samningar Fjölnismannanna við KR gilda til ársins 2027. Fjölnir fór í umspil um sæti í Bestu deildinni á leiktíðinni en tapaði fyrir Aftureldingu í undanúrslitum. 

Halldór Snær Georgsson
Halldór Snær Georgsson Ljósmynd/KR
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert