Úrslitaleikur fram undan hjá íslenska liðinu

Íslenska liðið mátti þola tap í dag.
Íslenska liðið mátti þola tap í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17 ára landslið kvenna í fótbolta mátti þola tap, 1:0, fyrir Póllandi í fyrri umferð í undankeppni EM 2025 í Cumbernauld í Skotlandi í dag.

Ísland er því án stiga eftir tvo fyrstu leikina, en liðið tapaði fyrir Skotlandi í fyrsta leik, 2:0, á þriðjudaginn var.

Amelia Guzenda skoraði sigurmark pólska liðsins á 34. mínútu. Pólland og Skotland eru í toppsætunum með sex stig hvor. Ísland og Norður-Írland eru án stiga.

Það lið sem endar í neðsta sæti riðilsins fellur niður í B deild undankeppninnar fyrir seinni umferð hennar og leika Ísland og Norður-Írland því úrslitaleik um hvort lið haldi sæti sínu í A-deildinni á mánudaginn kemur.

Byrjunarlið Íslands:
Anna Arnarsdóttir
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir
Aníka Jóna Jónsdóttir
Kristín Magdalena Barboza
Edith Kristín Kristjánsdóttir
Thelma Karen Pálmadóttir
Sunna Rún Sigurðardóttir
Fanney Lísa Jóhannesdóttir
Rebekka Sif Brynjarsdóttir
Arnfríður Auður Arnarsdóttir
Ísold Hallfríðar Þórisdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert