Áhorfendametið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu var slegið í dag á leik Vals gegn Breiðablik að Hlíðarenda. Alls lögðu 1.625 áhorfendur leið sína á Hlíðarenda í dag.
Fyrra metið var frá árinu 2012 þegar 1.200 áhorfendur sáu viðureign Þórs/KA og Selfoss á Akureyri.
Leikurinn hófst klukkan 16:15 og er gríðarlega mikilvægur en þetta er hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn.
Breiðablik er með 60 stig á toppi deildarinnar og dugar jafntefli en Valur er með 59 stig og verður að sigra.