Breiðablik Íslandsmeistari eftir úrslitaleik

Breiðablik er Íslandsmeistari 2024.
Breiðablik er Íslandsmeistari 2024. Ólafur Árdal

Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í nítjánda skipti og í fyrsta skipti frá árinu 2020 eftir markalaust jafntefli gegn Val í hreinum úrslitaleik í lokaumferð Bestu deildarinnar á Hlíðarenda í dag. Breiðablik endar með 61 stig og Valur 60.

Fyrri hálfleikur var frekar lokaður og leikurinn bar þess merki að mikið væri undir. Katie Cousins fékk þó gott skallafæri á 6. mínútu er hún skallaði rétt framhjá úr góðu færi á fjærstönginni eftir hornspyrnu frá Önnu Rakel Pétursdóttur.

Samantha Smith skaut boltanum rétt yfir mark Vals á 9. mínútu, eftir aðra hornspyrnu. Hún skaut svo rétt framhjá af tæplega 20 metra færi á 25. mínútu. Sjö mínútum síðar átti Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir skot yfir úr teignum.

Ólafur Árdal

Lítið var um færi eftir það og var staðan markalaus í hálfleik og allt galopið fyrir seinni hálfleikinn.

Breiðablik var hársbreidd frá því að komast yfir á 57. mínútu er Katrín Ásbjörnsdóttir skallaði að marki af stuttu færi eftir sendingu frá Smith, en Anna Rakel Pétursdóttir bjargaði glæsilega á marklínu.

Agla María Albertsdóttir skaut framhjá á 64. mínútu er hún var í flottu færi á fjærstöng. Katrín Ásbjörnsdóttir skaut svo framhjá úr úrvalsfæri tíu mínútum síðar þegar hún slapp ein í gegn. Katrín meiddist er hún tók skotið og var borin af velli.

Ólafur Árdal

Valskonur reyndu hvað þær gátu til að skora sigurmarkið á lokakaflanum og var mikil pressa við mark Breiðabliks undir lokin. Blikar vörðust hins vegar virkilega vel, varnarmenn skölluðu allt frá og Telma Ívarsdóttir var örugg þar fyrir aftan. Breiðablik hélt því út og varð Íslandsmeistari. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Crystal Palace 0:1 Liverpool opna
90. mín. Leik lokið Heldur betur torsóttur sigur Liverpool sem styrkir stöðu sína á toppnum!
Þór/KA 0:1 Víkingur R. opna
90. mín. Margrét Árnadóttir (Þór/KA) fær gult spjald Fyrir mótmæli.
Arsenal 3:1 Southampton opna
90. mín. Leik lokið
FH 0:3 Þróttur R. opna
90. mín. Leik lokið
Fram 2:4 Vestri opna
90. mín. Jeppe Gertsen (Vestri) fær gult spjald +5.

Leiklýsing

Valur 0:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti sex mínútur í uppbótartíma. Þær munu líða ansi hægt fyrir gestina. Fáum við einhverja rosalega dramatík?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka