Nutum þess að verjast

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra. mbl.is/Óttar Geirsson

„Við settum leikinn þannig upp í dag að vera með tvo framherja og reyna að spyrja þessa góðu varnarmenn Fram einhverja spurning og mér fannst það takast hjá okkur í dag,“ sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir 4:2 sigur á Fram í Úlfarsárdalnum í dag þegar fram fór þriðja af 5 umferð í neðri hluta keppni Íslandsmótsins í fótbolta.

„Ég ræddi við mína menn fyrir leik að við þyrftum að fórna okkur, verjast og fara ekki á taugum þegar við værum að verjast, heldur njóta þess og mér fannst við gera það í dag, líka þegar við vorum einum manni færri svo liðið sýndi gríðarlega löngun til að koma hingað og ná í þrjá punkta.“ 

Með sigrinum er Vestri kominn með 25 stig, jafnmörg og KR en fjórum meira en HK í næstsíðasta sætinu og 8 meira en Fylkir á botni deildarinnar.  Vestri á eftir tvo leiki en hin liðin þrjá og þjálfarinn er meðvitaður  um það. 

„Þetta er langt frá því að vera búið, við förum nú í næsta leik til að vinna alveg eins og við gerðum hér í dag.  Við höfum tapað tveimur leikjum í síðustu tíu eða ellefu leikjum svo það er hefur verið ákveðin þróun í okkar leik.

Okkar menn sem hafa varið í basli með meiðsli í sumar og ekki getað takið mikinn þátt eru að koma til baka og ná sínu besta, eins og Andri Rúnar í dag, sem var stórkostlegur.  Mér fannst við sýna í þessum leik og líka gegn HK að við erum tilbúnir til að taka allt sem þessi stórkostlegi leikur fótbolti býður uppá,“ sagði Davíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka