Sandra María best í Bestu deildinni

Sandra María tekur á móti verðlaunum frá Þóroddi Hjaltalín.
Sandra María tekur á móti verðlaunum frá Þóroddi Hjaltalín. mbl.is/Egill Bjarni Friðjónsson

Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, hefur verið valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna þetta árið, en það eru leikmenn liðanna í deildinni sem sjá um valið.

Sandra María hefur farið á kostum í liði Þór/KA en hún hefur skorað 22 mörk í 22 leikjum fyrir leik dagsins gegn Víkingi R.

Þá hefur Sandra skorað gegn öllum liðum Bestu deildarinnar í sumar. Hún skoraði einnig níu mörk í sex leikjum í A-deild Lengjubikarsins sem og tvö mörk í þremur leikjum í Mjólkurbikarnum.

Sandra hefur því samtals spilað 31 KSÍ-mótsleik á tímabilinu og skorað í þeim 33 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert