Skagamenn fljótir í gagnsóknir

Kjartan Kári Halldórsson var Skagamönnum erfiðir í gær og skoraði …
Kjartan Kári Halldórsson var Skagamönnum erfiðir í gær og skoraði mark FH áður en mínútu var liðin af leiknum. mbl.is/Guðmundur Bjarki

„Við vitum að Skagamenn eru fljótir í gagnsóknir, snöggir upp völlinn með tvo sterka menn fremsta og við vorum bara ekki nógu duglegir,“ sagði Kjartan Kári Halldórsson, sem skoraði mark FH áður en mínúta gegn ÍA á Skipaskaga í dag þegar leikið var í 3. umferð efri hluta efstu deildar karla í fótbolta. 

Markið var fallegt, aukaspyrna utan við vítateigslínuna hægra megin og Kjartan Kári þrumaði inn í markið hægra megin.  Það dugði hin vegar skammt. „Við byrjuðum mjög sterkt en þetta var opinn leikur í svona tuttugu og fimm mínútur en Skagamenn gerðu vel í að beita skyndisóknum og við náum ekki að bregðast nógu vel við, elta mennina okkar og þá er okkur refsað.  ,“ bætti Kjartan Kári við.

Með tapinu á FH litla möguleika á Evrópusæti  en Kjartan Kári var ekki að hugsa um það.  „Það eru enn sex stig í boði og við ætlum að taka þau.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert