Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna, daginn eftir að hún lyfti Íslandsmeistaraskildinum eftir úrslitaleikinn gegn Val í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á laugardaginn.
Ásta kvaddi með því að ná virkilega stórum áfanga en á laugardaginn varð hún önnur konan í sögu Breiðabliks sem spilar 300 mótsleiki fyrir félagið.
Þar af eru 176 leikir í efstu deild og þar er hún næstleikjahæst á eftir Sigrúnu Óttarsdóttur sem lék 178 leiki fyrir Breiðablik í deildinni á sínum tíma. Sigrún lék hins vegar 257 mótsleiki í heild en það leikjamet hjá félaginu á Fanndís Friðriksdóttir, núverandi Valskona, sem spilaði 316 mótsleiki fyrir Kópavogsfélagið.
Sandra María Jessen varð markadrottning deildarinnar með 22 mörk og var í raun búin að tryggja sér þann titil nokkru fyrir mótslok en hún skoraði tíu mörkum meira en næsti leikmaður, Jordyn Rhodes hjá Tindastóli. Þetta er hæsta markaskor leikmanns í deildinni í tíu ár, eða síðan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 27 mörk fyrir Stjörnuna árið 2014.
Úrslitin í 23. umferð:
Þór/KA - Víkingur R. 0:1
FH - Þróttur R. 0:3
Valur - Breiðablik 0:0
Markahæstar:
22 Sandra María Jessen, Þór/KA
12 Jordyn Rhodes, Tindastóli
11 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Breiðabliki
11 Andrea Rut Bjarnadóttir, Breiðabliki
9 Samantha Smith, Breiðabliki
8 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
8 Jasmín Erla Ingadóttir, Val
8 Katrín Ásbjörnsdóttir, Breiðabliki
8 Shaina Ashouri, Víkingi
7 Amanda Andradóttir, Val
7 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, FH
7 Úlfa Dís Úlfarsdóttir, Stjörnunni
6 Birta Georgsdóttir, Breiðabliki
6 Breukelen Woodard, FH
6 Elísa Bríet Björnsdóttir, Tindastóli
6 Fanndís Friðriksdóttir, Val
6 Ísabella Sara Tryggvadóttir, Val
6 Linda Líf Boama, Víkingi