Knattspyrnumaðurinn Adam Örn Arnarsson hefur framlengt samning sinn við Fram.
Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Adam Örn, sem er 29 ára gamall, skrifaði undir tveggja ára samning í Úlfarsárdalnum.
Hann gekk til liðs við Framara árið 2023 frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki en hann hefur einnig leikið með Nordsjælland, Aalesund, Gímik Zabrze og Tromsö á leikmannaferlinum. Þá lék hann á láni með Leikni úr Reykjavík, seinni hluta tímabilsins 2022.
Hann hefur leikið 22 leiki með Fram í Bestu deildinni í sumar en alls á hann að baki 60 leiki í efstu deild.