Bergrós Lilja Unudóttir var kjörin besti dómarinn í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á nýliðnu keppnistímabili.
Þetta tilkynnti KSÍ, Knattspyrnusambands Íslands, á heimasíðu sinni í dag en það voru leikmenn deildarinnar sem kusu í kjörinu.
Bergrós, sem er einungis 26 ára gömul, dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir rúmlega ári síðan.