Hefur stýrt sínum síðasta leik í Árbænum

Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, hefur stýrt sínum síðasta leik í Árbænum.

Þetta tilkynnti hann í samtali við fótbolta.net í gær eftir jafntefli Fylkis og HK, í 25. umferð Bestu deildarinnar í Kórnum, en jafnteflið þýddi að Fylkir er fallinn úr Bestu deildinni.

„Þetta er síðasta tímabilið mitt með Fylki, það er bara eins og það er,“ sagði Rúnar Páll í samtali við fótbolta.net en hann fékk að líta rauða spjaldið á lokamínútum leiksins og tekur því út leikbann í síðustu tveimur umferðunum.

„Nú segi ég þetta gott. Ég er búinn að vinna hérna í þrjú ár með frábæru fólki og frábærum leikmönnum, frábær klúbbur að mörgu leyti sem ég kveð með söknuði. Ég klára þessa viku með Fylki svo skilja bara leiðir,“ bætti þjálfarinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert