Krossbandið er ekki slitið

Katrín Ásbjörnsdóttir brosandi á sjúkrabörunum á Hlíðarenda þegar Íslandsmeistaratitillinn var …
Katrín Ásbjörnsdóttir brosandi á sjúkrabörunum á Hlíðarenda þegar Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Ólafur Árdal

Katrín Ásbjörnsdóttir, knattspyrnukonan reynda úr Breiðabliki, er ekki með slitið krossband í hné eins og óttast  var eftir úrslitaleikinn gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á laugardaginn.

Katrín var borin af velli seint í leiknum þegar hún féll illa eftir að hafa skotið að marki. Hún staðfesti í viðtali við fotbolti.net í dag að hún hefði fengið þær góðu fréttir í morgun að krossbandið væri ekki slitið en grunur væri um að hnéskelin hefði farið úr lið.

„Þetta er mikill léttir," segir Katrín í viðtalinu en hún fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með samherjum sínum í Breiðabliki á sjúkrabörunum og sat í þeim á  verðlaunapallinum eftir leikinn.

Katrín Ásbjörnsdóttir fagnar eftir leik.
Katrín Ásbjörnsdóttir fagnar eftir leik. Ólafur Árdal
Katrín Ásbjörnsdóttir borin af velli
Katrín Ásbjörnsdóttir borin af velli Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert