Lætur af störfum hjá Víkingi

Kristófer Sigurgeirsson, til vinstri.
Kristófer Sigurgeirsson, til vinstri. Ljósmynd/Víkingur

Knattspyrnuþjálfarinn Kristófer Sigurgeirsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Víkingi.

Hann kom til Víkings frá Breiðabliki haustið 2023 og hefur verið í fullu starfi hjá Víkingum síðan og verið írska aðalþjálfaranum John Andrews til halds og trausts.

Undir þeirra stjórn náði Víkingur afar góðum árangri í Bestu deildinni í ár og endaði í þriðja sæti, þrátt fyrir að vera nýliðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert