Stórsigur íslensku stúlknanna

Ísland vann stórsigur á Norður-Írlandi.
Ísland vann stórsigur á Norður-Írlandi. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17 ára landslið stúlkna í fótbolta vann öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá Norður-Írlandi í lokaleik sínum í fyrstu umferð í undankeppni EM 2025 í Falkirk í Skotlandi í dag.

Með sigrinum tryggði Ísland sér þriðja sætið í 4. riðli A-deildarinnar og áframhaldandi veru í A-deild. Næst á dagskrá er annar riðill, þar sem sæti á lokamótinu næsta sumar er undir.

Norður-Írar fengu gullið tækifæri til að skora fyrsta markið á sjöttu mínútu en Anna Arnardóttir í marki Íslands varði frá henni víti.

Ísland nýtti sér þann meðbyr og Edith Kristín Kristjánsdóttir skoraði fyrsta markið á 24. mínútu. Rebekka Sif Brynjarsdóttir bætti við marki á 56. mínútu og Fanney Lísa Jóhannsdóttir gulltryggði þriggja marka sigur á 79. mínútu.

Byrjunarlið Íslands:
Anna Arnarsdóttir
Sóley Inga Ingadóttir
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir
Anika Jóna Jónsdóttir
Kristín Magdalena Barboza
Edith Kristín Kristjánsdóttir
Thelma Karen Pálmadóttir
Sunna Rún Sigurðardóttir
Fanney Lísa Jóhannesdóttir
Rebekka Sif Brynjarsdóttir
Ágústa María Valtýsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert