Hættir í Árbænum og ósáttur við stjórnina

Gunnar Magnús Jónsson.
Gunnar Magnús Jónsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnuþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson verður ekki áfram þjálfari kvennaliðs Fylkis, en stjórn félagsins ákvað að framlengja ekki samning hans sem rann út eftir tímabilið.

Gunnar kom Fylki upp úr 1. deild á síðustu leiktíð, en tókst ekki að halda liðinu uppi á nýliðinni leiktíð, þar sem liðið endaði í botnsætinu með aðeins 13 stig eftir 21 leik.

Hann staðfesti tíðindin við Fótbolta.net í dag, en hann er ekki sáttur við stjórn félagsins.

„Það var ákvörðun Fylkis að ég yrði ekki áfram, ákveðið að framlengja ekki við mig. Það var reyndar búið að gera munnlegt samkomulag um að halda áfram.

Ég var búinn að tilkynna leikmannahópnum það en svo breyttist eitthvað. Mér finnst það bara óheiðarlegt náttúrulega,“ sagði Gunnar við netmiðilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert