Sá leikjahæsti leggur skóna á hilluna

Guðmundur Karl Guðmundsson í leik með Fjölni.
Guðmundur Karl Guðmundsson í leik með Fjölni. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Karl Guðmundsson hefur lagt skóna á hilluna, en hann er 33 ára gamall.

Guðmundur er leikjahæsti leikmaður í sögu Fjölnis með 411 leiki í keppnum á vegum KSÍ, þar sem hann hefur skorað 61 mark. 

Hann lék allan ferilinn með Fjölni, að undanskildu árinu 2017 er hann lék með FH, og var fyrirliði Grafarvogsliðsins á nýliðnu tímabili. Guðmundur á samtals að baki 314 deildaleiki með Fjölni og FH.

„Gummi er einstakur liðsmaður og góð fyrirmynd innan og utan vallar. Virkilega hæfileikaríkur og fjölhæfur leikmaður sem er jafnvígur með hægri og vinstri löpp og hefur spilað nánast allar stöður á vellinum,“ segir m.a. í yfirlýsingu Fjölnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert