Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sem fer til Bandaríkjanna en þar leikur Ísland tvo vináttulandsleiki gegn Ólympíumeisturunum síðar í þessum mánuði.
Leikið verður í Austin í Texas að kvöldi 24. október og í Nashville í Tennessee að kvöldi 27. október.
Aðeins ein breyting er á hópnum frá leikjunum í sumar. Sædís Rún Heiðarsdóttir frá Vålerenga í Noregi er með á ný eftir að hafa misst af síðustu fjórum landsleikjum vegna meiðsla og hún kemur í stað Kristínar Dísar Árnadóttur.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
11/0 Telma Ívarsdóttir, Breiðabliki
11/0 Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Inter Mílanó
7/0 Fanney Inga Birkisdóttir, Val
Varnarmenn:
128/11 Glódís Perla Viggósdóttir, Bayern München
65/1 Ingibjörg Sigurðardóttir, Bröndby
41/1 Guðrún Arnardóttir, Rosengård
32/0 Guðný Árnadóttir, Kristianstad
12/1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Bröndby
9/0 Sædís Rún Heiðarsdóttir, Vålerenga
6/1 Natasha Anasi, Val
Miðjumenn:
47/6 Alexandra Jóhannsdóttir, Fiorentina
43/9 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Leverkusen
41/4 Selma Sól Magnúsdóttir, Rosenborg
18/2 Hildur Antonsdóttir, Madrid CFF
12/1 Berglind Rós Ágústsdóttir, Val
1/0 Katla Tryggvadóttir, Kristianstad
Sóknarmenn:
43/6 Sandra María Jessen, Þór/KA
40/12 Sveindís Jane Jónsdóttir, Wolfsburg
40/6 Hlín Eiríksdóttir, Kristianstad
20/2 Amanda Andradóttir, Twente
16/2 Diljá Ýr Zomers, OH Leuven
6/1 Bryndís Arna Níelsdóttir, Växjö
2/0 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, Nordsjælland