Bjarni verður þjálfari Fylkis

Bjarni Þórður Halldórsson er uppalinn Fylkismaður.
Bjarni Þórður Halldórsson er uppalinn Fylkismaður. Styrmir Kári

Markvörðurinn fyrrverandi Bjarni Þórður Halldórsson er að taka við sem þjálfari kvennaliðs Fylkis í fótbolta. Hann tekur við af Gunnari Magnúsi Jónssyni, sem hefur verið þjálfari liðsins undanfarin tvö ár.

Fótbolti.net greinir frá. Bjarki þekkir Fylkisliðið vel, því hann var markvarðaþjálfari liðsins í stjóratíð Gunnars.

Fylkir fór upp í Bestu deildina á fyrsta tímabili Gunnars á síðasta ári, en hafnaði í neðsta sæti í ár og féll aftur niður í 1. deild. 

Bjarni Þórður er uppalinn hjá Fylki og var aðalmarkvörður liðsins í efstu deild árin 2004 og 2005. Hann lék einnig með Víkingi úr Reykjavík og Stjörnunni í deild þeirra bestu.

Hann sneri svo aftur í Fylki árið 2011 og lék nær alla leiki liðsins í efstu deild á árunum 2012 til 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert