Líkurnar á því að Gylfi Þór Sigurðsson verði klár í slaginn með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Wales á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið virðast hafa aukist.
Gylfi missti af leik Valsmanna gegn Breiðabliki í Bestu deildinni á sunnudagskvöldið vegna bakmeiðsla sem hafa hrjáð hann í nokkurn tíma. Hann var hins vegar á landsliðsæfingu í gær og aftur í hádeginu í dag þegar liðið æfði á blandaða grasi FH-inga á æfingasvæði þeirra í Kaplakrika.
Æft var þar til að hlífa Laugardalsvellinum fyrir leikinn á föstudagskvöldið en það er þriðji leikur Íslands í Þjóðadeildinni á þessu hausti.
Anton Brink tók meðfylgjandi myndir af Gylfa og fleirum á æfingunni í dag.