Jón Þór framlengdi við ÍA

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Hauksson, þjálfari karlaliðs ÍA í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild félagsins.

Undir stjórn Jóns Þórs hefur liðið staðið sig frábærlega sem nýliði í Bestu deildinni á yfirstandandi tímabili eftir að hafa unnið 1. deildina á því síðasta.

ÍA er sem stendur í fimmta sæti, þremur stigum á eftir Val í þriðja sæti sem gefur sæti í Evrópukeppni.

„Ég er stoltur og ánægður með að framlengja minn samning og vera treyst fyrir því mikilvæga starfi sem fram undan er hjá ÍA. Ég hlakka til að vinna áfram með öflugu teymi þjálfara, leikmanna, stjórnar og starfsmanna.

Ég vil einnig nota tækifærið og þakka kærlega þann stuðning sem liðið hefur fengið í sumar frá frábærum stuðningsmönnum ÍA sem geta sannarlega skipt sköpum,“ sagði Jón Þór í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert