KSÍ fær viðurkenningu frá Blindrafélaginu

Blindir og sjónskertir í hópi áhorfenda geta nú notið leiksins …
Blindir og sjónskertir í hópi áhorfenda geta nú notið leiksins betur með sjónlýsingu. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Blindrafélagsins hefur veitt Knattspyrnusambandi Íslands viðurkenninguna Samfélagslampann 2024 fyrir að hafa tekið upp svokallaðar sjónlýsingar fyrir blinda og sjónskerta frá landsleikjum.

Með þessum lýsingum sem hafa verið í höndum íþróttafréttamanna hafa blindir og sjónskertir fengið beina lýsingu á atvikum leiksins í gengum sérstakt app sem er sniðið að þeirra þörfum.

Viðureign Íslands og Slóvakíu á Laugardalsvellinum á 17. júní 2023 var fyrsti leikurinn með sjónlýsingu og slíkar lýsingar hafa síðan verið fastir liðir á landsleikjum á Laugardalsvelli. Næst verður leik Íslands og Wales í Þjóðadeild karla á föstudagskvöldið lýst á þennan hátt.

Fyrir þann leik mun Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, afhenda Þorvaldi Örlygssyni, formanni KSÍ, Samfélagslampann 2024 en nánar er greint frá þessu á vef KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert