Munum sjá hann aftur á vellinum innan skamms

Hörður Björgvin Magnússon (vinstri) og Sverrir Ingi Ingason (miðja) eru …
Hörður Björgvin Magnússon (vinstri) og Sverrir Ingi Ingason (miðja) eru samherjar hjá Panathinaikos. mbl.is/Eyþór

Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og gríska stórliðsins Panathinaikos, er bjartsýnn á að liðsfélagi sinn hjá báðum liðum, Hörður Björgvin Magnússon, snúi brátt aftur á völlinn.

Hörður Björgvin hefur verið frá keppni í rúmt ár eftir að hafa slitið krossband í september á síðasta ári. Þrátt fyrir að hafa hafið æfingar að nýju í maí síðastliðnum hefur Hörður ekkert verið í leikmannahópi Panathinaikos á tímabilinu.

„Hörður er á mjög góðum stað eins og staðan er núna. Hann hefur verið að æfa með liðinu núna í hátt í tvo mánuði og er að koma sér af stað eftir erfið meiðsli eins og við vissum.

Ég er þess fullviss að við munum sjá aftur á vellinum innan skamms. Hann er að leggja eins hart að sér og hann mögulega getur að koma sér aftur á völlinn.

Hann er á mjög góðri leið. Við munum sjá hann aftur á vellinum mjög fljótlega,“ sagði Sverrir Ingi í samtali við mbl.is á Hilton Reykjavík Nordica-hótelinu í dag, spurður út í stöðuna á jafnaldra sínum.

Þeir eru báðir 31 árs.

Ítarlegt viðtal við Sverri Inga birtist í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert