Jón Breki Guðmundsson, sextán ára knattspyrnumaður frá Neskaupstað, er á leiðinni til Ítalíu þar sem hann verður til reynslu hjá Empoli.
Skagamenn skýrðu frá þessu í dag en Jón Breki kom til liðs við ÍA í sumar eftir að hafa þegar leikið 13 leiki með Austfjarðaliðinu KFA í 2. deildinni þrátt fyrir ungan aldur.
Þá lék Jón Breki á dögunum fyrstu þrjá leiki sína með U17 ára landsliði Íslands.
Empoli leikur í ítölsku A-deildinni og er þar í tíunda sæti af tuttugu liðum eftir sjö umferðir.
Miðjumaðurinn Jón Breki Guðmundsson er að fara til reynslu hjá Ítalska Sería A liðinu Empoli 👌
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) October 9, 2024
Jón Breki (2008) kom til okkar í sumar frá KFA þar sem hann spilaði 25 meistaraflokksleiki. Jón Breki hefur spilað 3 landsleiki með U-17 ára landsliðinu, meðal annars leik á móti… pic.twitter.com/Nqm9cqD9jM