Þetta er ekki svona lélegt lið

Eggert Aron Guðmundsson ræðir við mbl.is.
Eggert Aron Guðmundsson ræðir við mbl.is. Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta mætir Litháen og Danmörku í lokaleikjum sínum í I-riðli í undankeppni EM. Liðið leikur við Litháen á heimavelli á morgun og Danmörk á útivelli 15. október. Með sigri í báðum leikjum gæti EM-sætið verið í höfn.

Litháen er í botnsæti I-riðilsins, án stiga. Þrátt fyrir það á Eggert von á krefjandi leik á morgun. Ísland vann nauman sigur í fyrri leiknum ytra.

„Fyrst þurfum við að vinna Litháen. Þetta er ekki svona lélegt lið, eins og taflan segir. Ef við vinnum þennan leik getum við farið langt.

Karítas

Ég spilaði leikinn við þá úti og þetta er hörkulið. Við vorum stálheppnir að taka þrjú stig úr þeim leik. Við skoruðum seint, bæði lið fengu rautt spjald og þeir klúðruðu víti. Þetta er hörkulið.“

Ísland vann sætan sigur á Danmörku, 4:2, í fyrri leiknum í síðasta verkefni en tapaði síðan fyrir Wales, 2:1. Báðir leikir voru spilaðir á Víkingsvelli.  

„Danaleikurinn var frábær. Leikurinn gegn Wales var ekki eins góður. Núna verðum við að sýna hvað í okkur býr. Við byrjun á Litháen, það verður hörkuleikur,“ sagði Eggert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert