Albert þarf tíma til að jafna sig

Albert Guðmundsson verður ekki kallaður inn í landsliðshópinn.
Albert Guðmundsson verður ekki kallaður inn í landsliðshópinn. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson eru komnir í leikbann eftir að hafa fengið gult spjald gegn Wales í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld.

Åge Hareide landsliðsþjálfari íhugar að kalla inn leikmann eða leikmenn í staðinn fyrir Stefán og Jón Dag. Albert Guðmundsson kemur þó ekki til greina, en hann var í gær sýknaður af ákæru um nauðgun.

„Ég hef ekki haft tíma til að hugsa um hann. Jörundur er búinn að tala við hann. Albert þarf tíma til að jafna sig. Hann þarf að jafna sig andlega.

Ég er ekki viss um að við getum fengið það besta úr honum á þessum tímapunkti. Vonandi getum við notað hann í næsta verkefni,“ sagði Hareide.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert